um okkur
fröken fix hönnunarstudio er framsækið hönnunarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hönnun og verkefnastjórn á öllum sviðum innanhússhönnunar.
Stofan var stofnuð árið 2010 af Sesselju Thorberg hönnuði sem hefur á þessum tíma hannað og verkstýrt fjölbreyttum verkefnum af ýmsum toga, allt frá smáíbúðum uppí stórar fyrirtækja skrifstofur.
Sérhæfing okkar liggur í sterkri hugmyndafræði, yfirgripsmikilli þekkingu skilvirkni í innanhússhönnun og verkstýringu frá fyrstu skissum til afhendingar á nýju rými. Við sjáum þar um gerð áætlana, tímalína og umsjón með verktökum sé þess óskað.
Við leggjum áherslu á góð samskipti, gegnsæi og skilvirkni frá upphafi til enda. Við höfum gott sambandi við fagaðila sem geta komið að öllum verkþáttum og nýtur viðskiptavinurinn alltaf góðs af því.
Sesselja Thorberg
Innanhússhönnun & framkvæmdastjórn
sesselja@frokenfix.is
Meðal viðskiptavina
fröken fix hönnunarstudio má nefna...
Sesselja útskrifaðist árið 2003 með BA gráðu í vöruhönnun frá hönnunar & arkitektadeild Listaháskóla Íslands.
Hún vann við þáttagerð og framleiðslu hönnunar og arkitekta tengdum sjónvarpsþáttum um árabil,
árin 2003-2013.
Árin 2006-2008 starfaði Sesselja á arkitektastofu sem innanhússhönnuður og teiknari.
Árið 2010 tók hún af skarið og stofnaði eigin hönnunarstofu. - Fröken Fix.
Sesselja skrifaði hönnunarhandbókina "Skapaðu þinn heimilisstíl - Trix & Mix frá Fröken Fix" sem gefin var út af Sögum bókaútgáfu
Litakort og myndbönd í samstarfi við Slippfélagið, ásamt því að framleiða og stjórna hönnunartengdum örþáttum allt undir merki fröken fix hönnunarstudio á síðustu árum meðfram hefðbundinni starfsemi stofunnar.
.
Hildur Þorgeirsdóttir
arkitekt & verkefnastjórn
hildur@frokenfix.is
Hildur útskrifaðist árið 2009 með BA gráðu í arkitektúr frá hönnunar & arkitektadeild Listaháskóla Íslands og meistaragráðu í arkitektúr frá KTH Royal Institute of Technology frá Stokkhólmi frá 2013.
Einnig stundaði Hildur nám í innanhússhönnun Scuola Politecnica Di Design árin 2001 -2003.
Hildur starfaði lengi erlendis á arkitektastofum í Stokkhólmi en hefur bæði starfað á arkitektastofu og sjálfstætt síðan hún fluttist heim .
Skrifstofur byggðar á verkefnamiðaðri vinnuumhverfisstefnu.
Nói & Siríus - 2024-2025
Aðalskrifstofur - í hönnunarfasa
TERRA 2024
Nýjar höfuðstöðvar - Aðalkrifstofur
Advania Akureyri - skrifstofur 2024
Í hönnnunarfasa
Advania 2020 - 2024
Fasi 1 - 4 lokið
Fasi 5-6 - í verkfasa
Endurhönnun og conseptvinna á skrifstofum Advania við Guðrúnartún. Verkefnastýring og umsjón á öllu ferlinu að
tilbúinni vöru. Hönnun og teikning innréttinga ásamt umsjón með kostnaðaráætlun.
Biskupsstofa 2019
Heildar hönnun og verkstýring á nýjum skrifstofum Biskupsstofu við Katrínartún 4.
Hönnun og teikning innréttinga ásamt umsjón með kostnaðaráætlun.
Borgarleikhúsið 2018- 2019
Heildar hönnun og verkstýring á endurhönnun á skrifstofum, móttöku og samverurými leikhússins.
Hönnun og teikning innréttinga ásamt umsjón með kostnaðaráætlun.
Rekstrarvörur 2017 – 2018
Heildar hönnun og verkstýring á endurhönnun alllra starfsmannasvæða. Hönnun og teikning innréttinga ásamt umsjón með kostnaðaráætlun.
VÍS – aðalskrifstofur 2015
Heildarhönnun og verkstýring á starfsmannasvæðum í leik og starfi
Meðal annara verkefna má nefna
2021 - Ísbúðin BæjarÍs í nýja miðbæ Selfoss
2019 – ICORA fjárfestingar - Skrifstofur
2017 – Útfarastofa Kirkjugarðanna- Skrifstofur
2016 – Brim útgerðarfélag - Skrifstofur
2014- 2015. Seðlabanki Íslands - Skrifstofur
2014 - Kjörís – aðalskrifstofur í Hveragerði - Skrifstofur
2013 – Aðalskrifstofur 66 N
Heimili:
Við höfum hannað og verkstýrt ótal verkefnum innan heimila, allt frá stökum baðherbergjum, barnaherbergjum og eldhúsum yfir í heildstætt útlit á íbúðum og húsum.
Sumar og heilsárshús
Heilsárshúsi við Úlfljótsvatn 2022 - 2023
Verkefni unnið í samstarfi við Skala arkitekta. Viðbætur á húsi á 3. hæðum sem við komum að.
Heildarhönnun og hönnun allra innréttinga - verkstýring frá byrjun til enda.
Sumarhús Kennarasambands Íslands á Flúðum - 2022 /2023
Endurhönnun á consepti ásamt hönnun allra innréttinga og verkstýring á verkinu