um okkur

Fröken Fix Hönnunarstudio var stofnað var árið 2010 af Sesselju Thorberg 

sem  á þessum tíma tekið að sér fjöldan allan af hönnunar og miðlunarverkefnum, en síðustu ár lagt áherslu á skrifstofuhönnun af ýmsum stærðum.

Fröken Fix Hönnunarstudio leggur áherslu á lifandi vinnuumhverfi með sterkan kjarna, byggðum á skipulagi og verkefnamiðuðum vinnusvæðum. Það hefur Sesselju verið sérstaklega hugleikið að starfsfólk upplifi vinnuumhverfið á jákvæðan hátt, þar sem mannlegt viðmót er í hávegum haft á móti sterku verklagi fyrirtækisins.

Á sama hátt er fagurfræði, gott skipulag og verklag haft að leiðarljósi í öllum hönnunarverkefnum Fröken Fix, sem einnig hefur gríðarlega reynslu í allri verkefnastjórn á verkstað. 

Sesselja er  í nánu samstarfi  við úrvalsfólk á verktakamarkaðinum sem og öðru því aðstoðarfólki sem til þarf í hvert það verkefni sem hún tekst á við.

Sesselja Thorberg
hönnuður

Sesselja útskrifaðist árið 2003 með BA gráðu frá hönnunar & arkitektadeild Listaháskólan Íslands.

 

Hún vann við þáttagerð og framleiðslu sjónvarpsþátta um árabil ásamt  innanhússráðgjöf og hönnun árin 2003-2006, m.a. í samstarfi við Völu Matt í hönnunarþættinum Innlit/Útlit og Veggfóður á Stöð 2.

 

Árin 2006-2008 starfaði Sesselja á arkitektastofu sem innanhússhönnuður og teiknari.

Árið 2010 var fyrirtækinu Fröken Fix - Innanhússráðgjöf ýtt úr vör. Síðan þá hefur Sesselja unnið sleitulaust að hönnun og verkstjórn fyrir bæði einstaklinga og stórfyrirtæki sem, gefið út tvö litakort í samstarfi við Slippfélagið, stjórnað örþáttaröð um hönnun Fröken Fix á MBL.is og þáttaröðinni Innlit/útlit meðfram eigin verkefnum. Fyrsta bók Sesselju, "Skapaðu þinn heimilisstíl - Trix & Mix frá Fröken Fix" kom út árið 2013.

Árið 2016 fór fyrirtækið Fröken Fix hönnunarstúdíó í gegnum útlits og stefnubreytingu og hefur lagt áherslu á consept og hönnun fyrir fyrirtæki og stærri heimili sem og sýningar. 

Hvar erum við?
Meðal viðskiptavina 
Fröken Fix Hönnunarstudio má nefna...

Skrifstofur byggðar á Verkefnamiðuðu vinnuumhverfisstefnu.

Advania 2020 - í vinnslu

Endurhönnun og  conseptvinna á skrifstofum Advania við Guðrúnartún.

Biskupsstofa 2019

Heildar hönnun og verkstýring á nýjum skrifstofum Biskupsstofu við Katrínartún 4.

 

Borgarleikhúsið 2018- 2019

Heildar hönnun og verkstýring á endurhönnun innan leikhússins. 

Rekstrarvörur 2017 – 2018

Heildar ihönnun og verkstýring á endurhönnun alllra starfsmannasvæða. 

VÍS – aðalskrifstofur 2015

Heildarhönnun og verkstýring á starfsmannasvæðum í leik og starfi

 

Meðal annara skrifstofuverkefna má nefna

2019 – ICORA fjárfestingar

2017 – Útfarastofa Kirkjugarðanna

2016 – Brim útgerðarfélag

2014- 2015. Seðlabanki Íslands

2014 - Kjörís – aðalskrifstofur í Hveragerði

2013 – Aðalskrifstofur 66 N

            

Á síðustu árum höfum við einnig hannað og verkefnastýrt fjölda verkefna fyrir heimili af öllum stærðum og gerðum

Þar liggur sérhæfing Sesselju í sterkri hugmyndafræði, skilvirkri hönnun og yfirgripsmikilli þekkingu á innanhússhönnun og verkstýringu frá fyrstu skissum til afhendingar á nýju rými og eða heimili. 

Skrifstofur Fröken Fix eru í Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavik

í Lífland/kornax húsinu á 2. hæð

  • facebook
  • Instagram - Black Circle
  • Pinterest - Black Circle